„Hann er með mikið sjálfsálit“

Trump og Biden tókust á í kappræðum CNN í júní.
Trump og Biden tókust á í kappræðum CNN í júní. AFP/Christian Monterrosa

Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti og frambjóðandi repúblíkana til embættis forseta, telur að Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, muni ekki draga framboð sitt til baka. 

Trump veitti sitt fyrsta viðtal í gær eftir kappræðurnar sem fóru fram 27. júní. Fjöldi demókratar hefur skorað á Biden að draga framboð sitt til baka eftir slæma frammistöðu í kappræðunum.

Trump veitti Fox News viðtal í gær.
Trump veitti Fox News viðtal í gær. AFP/Andrew Caballero-Reynolds

„Hann er með mikið sjálfsálit“

„Þetta voru skrítnar kappræður,“ segir Trump í símaviðtali sínu við Fox News. Hann segir Biden hafa verið mjög fölan og rödd hans veika. Þá hafi svör hans verið óskýr.

Trump segist ekki hafa litið mikið á Biden á meðan kappræðunum stóð. „Ég leit nokkrum sinnum á hann þegar hann var að gefa mjög slæm svör,“ segir hann. 

Þá telur Trump að Biden muni ekki draga framboð sitt til baka „Hann er með mikið sjálfsálit og vill ekki hætta,“ segir Trump.

Hann telur ljóst að ef Biden hætti þá muni Kamala Harris varaforseti koma í hans stað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert