Ákvörðunin er Bidens en trúin á hann mismikil

Nancy Pelosi, fyrrverandi þingforseti Demókrataflokksins, segir ákvörðunina vera Bidens að …
Nancy Pelosi, fyrrverandi þingforseti Demókrataflokksins, segir ákvörðunina vera Bidens að taka, hvort hann hyggist draga framboð sitt til baka eða ekki. AFP/Stefani Reynolds

Nancy Pelosi, fyrrverandi þingforseti Demókrataflokksins, segir það alfarið undir forsetanum Joe Biden sjálfum komið hvort hann dragi framboð sitt til baka eða ekki.

Þá hefur einnig fyrsti öldungadeildarþingmaður Demókrataflokksins nú opinberlega sagt að Biden geti ekki unnið kosningarnar.

Talið er að álit Pelosi sé það álit sem Joe Biden, Bandaríkjaforseta og forsetaframbjóðenda, sé hvað mest hugað um. Hún segir framtíð forsetans ekki vera ákveðna.

Styður Biden hvað sem hann hyggst gera

Biden hefur ekki lýst yfir vilja til að stíga til hliðar, þrátt fyrir köll um það úr mörgum áttum sem og áhyggjur margra eftir frammistöðu hans í fyrstu kappræðum kosningabaráttunnar.

„Ég vil að hann geri það sem hann ákveður að gera,“ segir Pelosi þegar spyrjandi viðtals minntist á að Biden hafi nú þegar ákveðið að draga framboð sitt ekki til baka og spurði hana hvort hún vildi að hann héldi áfram í framboði.

Þingmaður Demókrata telur að Biden muni tapa

Michael Bennet, öldungadeildarþingmaður Demókrataflokksins, segir Demókrata geta „tapað öllu“ ef Biden dregur framboð sitt ekki til baka.

Hann segir að ef Biden haldi áfram í framboði muni hann ekki aðeins tapa fyrir Donald Trump, frambjóðanda Repúblikanaflokksins, heldur muni Repúblikanaflokkurinn ná fullri stjórn í báðum deildum þingsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert