Ákvörðunin er Bidens en trúin á hann mismikil

Nancy Pelosi, fyrrverandi þingforseti Demókrataflokksins, segir ákvörðunina vera Bidens að …
Nancy Pelosi, fyrrverandi þingforseti Demókrataflokksins, segir ákvörðunina vera Bidens að taka, hvort hann hyggist draga framboð sitt til baka eða ekki. AFP/Stefani Reynolds

Nancy Pe­losi, fyrr­ver­andi þing­for­seti Demó­krata­flokks­ins, seg­ir það al­farið und­ir for­set­an­um Joe Biden sjálf­um komið hvort hann dragi fram­boð sitt til baka eða ekki.

Þá hef­ur einnig fyrsti öld­unga­deild­arþingmaður Demó­krata­flokks­ins nú op­in­ber­lega sagt að Biden geti ekki unnið kosn­ing­arn­ar.

Talið er að álit Pe­losi sé það álit sem Joe Biden, Banda­ríkja­for­seta og for­setafram­bjóðenda, sé hvað mest hugað um. Hún seg­ir framtíð for­set­ans ekki vera ákveðna.

Styður Biden hvað sem hann hyggst gera

Biden hef­ur ekki lýst yfir vilja til að stíga til hliðar, þrátt fyr­ir köll um það úr mörg­um átt­um sem og áhyggj­ur margra eft­ir frammistöðu hans í fyrstu kapp­ræðum kosn­inga­bar­átt­unn­ar.

„Ég vil að hann geri það sem hann ákveður að gera,“ seg­ir Pe­losi þegar spyrj­andi viðtals minnt­ist á að Biden hafi nú þegar ákveðið að draga fram­boð sitt ekki til baka og spurði hana hvort hún vildi að hann héldi áfram í fram­boði.

Þingmaður Demó­krata tel­ur að Biden muni tapa

Michael Benn­et, öld­unga­deild­arþingmaður Demó­krata­flokks­ins, seg­ir Demó­krata geta „tapað öllu“ ef Biden dreg­ur fram­boð sitt ekki til baka.

Hann seg­ir að ef Biden haldi áfram í fram­boði muni hann ekki aðeins tapa fyr­ir Don­ald Trump, fram­bjóðanda Re­públi­kana­flokks­ins, held­ur muni Re­públi­kana­flokk­ur­inn ná fullri stjórn í báðum deild­um þings­ins.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert