George Clooney vill að Biden hætti

Clooney vill að Biden dragi framboð sitt til baka.
Clooney vill að Biden dragi framboð sitt til baka. AFP/Getty Images/Dia Dipasupil

Banda­ríski leik­ar­inn Geor­ge Cloo­ney vill að Joe Biden Banda­ríkja­for­seti dragi fram­boð sitt til embætt­is for­seta til baka. 

Cloo­ney grein­ir frá þess­ari skoðun sinni í grein á vef The New York Times. Cloo­ney er Demó­krati og hef­ur haldið ýmsa fjár­mögn­un­ar­viðburði fyr­ir Demó­krata­flokk­inn í gegn­um árin.

Fjöldi fólks hef­ur kallað eft­ir því að Biden dragi fram­boð sitt til baka eft­ir slæma frammistöðu í kapp­ræðum milli hans og Don­alds Trumps, fyrr­ver­andi Banda­ríkja­for­seta og fram­bjóðanda Re­públík­ana til embætt­is for­seta. Kapp­ræðurn­ar fóru fram 27. júní.

Ekki sami maður

Í grein sinni seg­ir Cloo­ney Biden hafa unnið marga sigra á síðustu árum sem for­seti. Hann sé hins veg­ar nú orðinn eldri og sé ekki sami maður og hann var þegar hann bauð sig fram til for­seta árið 2020. Það hafi sést í kapp­ræðunum.

Cloo­ney seg­ir að Demó­krat­ar muni tapa bar­átt­unni ef ekki verði fund­inn nýr fram­bjóðandi í stað Bidens. Hann seg­ist hafa talað við ýmsa Demó­krata sem séu á sama máli og hann. Þá hvet­ur hann hátt­setta Demó­krata til að tala við for­set­ann og biðja hann um að stíga til hliðar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert