George Clooney vill að Biden hætti

Clooney vill að Biden dragi framboð sitt til baka.
Clooney vill að Biden dragi framboð sitt til baka. AFP/Getty Images/Dia Dipasupil

Bandaríski leikarinn George Clooney vill að Joe Biden Bandaríkjaforseti dragi framboð sitt til embættis forseta til baka. 

Clooney greinir frá þessari skoðun sinni í grein á vef The New York Times. Clooney er Demókrati og hefur haldið ýmsa fjármögnunarviðburði fyrir Demókrataflokkinn í gegnum árin.

Fjöldi fólks hefur kallað eftir því að Biden dragi framboð sitt til baka eftir slæma frammistöðu í kappræðum milli hans og Donalds Trumps, fyrr­ver­andi Banda­ríkja­for­seta og fram­bjóðanda Re­públík­ana til embætt­is for­seta. Kappræðurnar fóru fram 27. júní.

Ekki sami maður

Í grein sinni segir Clooney Biden hafa unnið marga sigra á síðustu árum sem forseti. Hann sé hins vegar nú orðinn eldri og sé ekki sami maður og hann var þegar hann bauð sig fram til forseta árið 2020. Það hafi sést í kappræðunum.

Clooney segir að Demókratar muni tapa baráttunni ef ekki verði fundinn nýr frambjóðandi í stað Bidens. Hann segist hafa talað við ýmsa Demókrata sem séu á sama máli og hann. Þá hvetur hann háttsetta Demókrata til að tala við forsetann og biðja hann um að stíga til hliðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert