Rússar vilja handtaka ekkju Navalnís

Júlía Navalnaja, ekkja Alexei Navalnís.
Júlía Navalnaja, ekkja Alexei Navalnís. AFP

Rússneskur dómstóll hefur gefið út handtökuskipun á hendur Júlíu Navalnaja, ekkju rússneska stjórnarandstæðingsins Alexeis Navalnís. Dómstóllinn í Moskvu segir hana taka þátt í „öfgasamtökum“.

Navalnaja hef­ur heitið því að halda áfram starfi Navalnís og and­stöðu við yf­ir­völd í Rússlandi, en Navalní lét lífið fyrr á árinu í rússnesku fangelsi. Rússar bönnuðu andstöðuhreyfingar Navalnís heitins og skilgreindu þær sem öfgasamtök sem voru sett á hryðjuverkalista.

„Vladimír Pútín er morðingi og stríðsglæpamaður. Hann á heima í fangelsi,“ skrifaði Júlía á samfélagsmiðlum í gær í kjölfar þess að handtökuskipunin var gefin út.

Fordæmir handtökuskipunina

Hún er ekki búsett í Rússlandi og má því gera ráð fyrir því að hún yrði handtekin ef hún kæmi til landsins.

Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, fordæmdi handtökuskipunina harðlega á samfélagsmiðlum.

„Handtökuskipunin gegn Júlíu Navalnaja er handtökuskipun gegn þránni fyrir frelsi og lýðræði,“ skrifaði Scholz á Twitter.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka