Þrjár konur myrtar í Bretlandi með lásboga

Kyle Clifford er 26 ára gamall og leitar lögreglan nú …
Kyle Clifford er 26 ára gamall og leitar lögreglan nú að honum. Ljósmynd/Twitter/Lögreglan í Hertfordskíri

Lögreglan leitar nú að þrítugum karlmanni eftir að þrjár konur fundust myrtar í heimahúsi í bænum Bushey norður af Lundúnum.

Lögreglan telur að lásbogi hafi verið notaður til að fremja morðin, þó ekki sé útilokað að fleiri vopn hafi verið notuð.

Lögreglan í Hertfordskíri segir að útkall hafi borist í gærkvöldi og þegar lögregla kom að húsinu fundust þrjár konur látnar. Voru þær á aldrinum 25 ára, 28 ára og 61 árs.

Fórnarlömbin tengdust fjölskylduböndum

Kyle Clifford er maðurinn sem leitað er að og hvetur lögreglan hann til að gefa sig fram. Jafnframt er fólk hvatt til að nálgast manninn ekki.

Nágranni sagði við fréttamenn að fórnarlömbin væru fjölskylda.

„Við sáum þau á hverjum degi þar sem þau áttu leið hjá og þau sögðu góðan daginn,“ sagði nágranninn.

„Það er mjög sorglegt hvað hefur gerst, mikið áfall.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert