Blaðamannafundur Bidens

Joe Biden Bandaríkjaforseti.
Joe Biden Bandaríkjaforseti. AFP

Joe Biden Bandaríkjaforseti heldur í kvöld sinn fyrsta blaðamannafund eftir laka frammistöðu sína í kappræðunum gegn Donald Trump.

Fylgst verður náið með því hvort for­set­inn tafsi, gleymi því hvað hann ætl­ar að segja í miðri setn­ingu, hvernig hann kem­ur fram og hversu lang­ur fund­ur­inn verður.

Vilji for­set­inn stöðva fylg­istapið, nei­kvæða fréttaum­fjöll­un og titr­ing­inn inn­an flokks er ljóst að hann má ekki við því að mis­stíga sig á þess­ari stundu.

Fundinum er lokið en fylgjast mátti með honum hér í beinu streymi.

„Stórustráka“-fundur

Fundurinn er haldinn til að binda endi á leiðtogafund aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins, sem staðið hefur yfir frá því á þriðjudag.

Talsmenn Hvíta hússins hafa í vikunni vísað til fundarins sem „stórustráka“-blaðamannafundar, eða „Big boy press briefing“, en forsetinn mun standa einn á sviði og svara spurningum blaðamanna án þess að vita þær fyrirfram.

Áhyggjur vaxandi

Fund­ur­inn var áætlaður klukk­an 22.30 að ís­lensk­um tíma, en var síðar seinkað til kl. 23.

Er þetta fyrsti blaðamannafundurinn sem Biden held­ur einn og sér í átta mánuði. Eng­inn for­seti hef­ur haldið jafn fáa blaðamanna­fundi á sínu fyrsta kjör­tíma­bili og Biden, í um fjóra ára­tugi.

Áhyggjur af aldri forsetans og heilsu fara vaxandi og hafa sumir demókratar kallað eftir því að forsetinn víki til hliðar.

Uppfært:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka