Joe Biden Bandaríkjaforseti heldur í kvöld sinn fyrsta blaðamannafund eftir laka frammistöðu sína í kappræðunum gegn Donald Trump.
Fylgst verður náið með því hvort forsetinn tafsi, gleymi því hvað hann ætlar að segja í miðri setningu, hvernig hann kemur fram og hversu langur fundurinn verður.
Vilji forsetinn stöðva fylgistapið, neikvæða fréttaumfjöllun og titringinn innan flokks er ljóst að hann má ekki við því að misstíga sig á þessari stundu.
Fundinum er lokið en fylgjast mátti með honum hér í beinu streymi.
Fundurinn er haldinn til að binda endi á leiðtogafund aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins, sem staðið hefur yfir frá því á þriðjudag.
Talsmenn Hvíta hússins hafa í vikunni vísað til fundarins sem „stórustráka“-blaðamannafundar, eða „Big boy press briefing“, en forsetinn mun standa einn á sviði og svara spurningum blaðamanna án þess að vita þær fyrirfram.
Fundurinn var áætlaður klukkan 22.30 að íslenskum tíma, en var síðar seinkað til kl. 23.
Er þetta fyrsti blaðamannafundurinn sem Biden heldur einn og sér í átta mánuði. Enginn forseti hefur haldið jafn fáa blaðamannafundi á sínu fyrsta kjörtímabili og Biden, í um fjóra áratugi.
Áhyggjur af aldri forsetans og heilsu fara vaxandi og hafa sumir demókratar kallað eftir því að forsetinn víki til hliðar.
Uppfært: