Myndskeið: Biden kynnti Selenskí sem Pútín

Joe Biden Bandaríkjaforseti og Volodimír Selenskí Úkraínuforseti í kvöld.
Joe Biden Bandaríkjaforseti og Volodimír Selenskí Úkraínuforseti í kvöld. AFP

Joe Biden Bandaríkjaforseti kynnti Volodimír Selenskí Úkraínuforseta sem „Pútín forseta“ við athöfn á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins í kvöld.

Hann leiðrétti sig skömmu eftir að hann lét orðin falla, en að sögn blaðamanna á staðnum var það eftir að viðstaddir höfðu kallað fram nafn Selenskís í kjölfar mistaka Bidens.

Biden kvaðst vera svo einbeittur að því að sigrast á Vladimír Pútín Rússlandsforseta að hann hefði ruglast, með þessum afleiðingum.

Kynnti hann þá Selenskí í pontu sem þakkaði forsetanum fyrir.

Grannt fylgst með forsetanum í kvöld

Eng­inn for­seti hef­ur haldið jafn fáa blaðamanna­fundi á sínu fyrsta kjör­tíma­bili og Biden í um fjóra ára­tugi, en gert er ráð fyrir að hann haldi blaðamannafund kl. 22.30 í kvöld.

Fylgst verður náið með því hvort for­set­inn tafsi, gleymi því hvað hann ætl­ar að segja í miðri setn­ingu, hvernig hann kem­ur fram og hversu lang­ur fund­ur­inn verður.

Vilji for­set­inn stöðva fylg­istapið, nei­kvæða fréttaum­fjöll­un og titr­ing­inn inn­an flokks er ljóst að hann má ekki við því að mis­stíga sig á þess­ari stundu.

Allt nötr­ar inn­an her­búða Demó­krata­flokks­ins í kjöl­far kapp­ræðna sem voru haldn­ar fyr­ir tveim­ur vik­um. Níu þing­menn í full­trúa­deild Banda­ríkjaþings hafa skorað á hann að draga fram­boð sitt til baka og einn í öld­unga­deild­inni.

Þá eru enn fleiri þing­menn sem hafa gefið í skyn að þeim hugn­ist ekki staðan og þekkt­ir stuðnings­menn flokks­ins hafa hvatt hann til þess að hætta fram­boði.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert