Myndskeið: Vísaði til Kamölu sem Trumps

Joe Biden Bandaríkjaforseti.
Joe Biden Bandaríkjaforseti. AFP

Joe Biden Bandaríkjaforseti fór nafnavillt í annað skiptið í kvöld þegar hann vísaði til Kamölu Harris varaforseta síns sem Trumps varaforseta.

Var hann spurður á blaðamannafundi hvort hann efaðist um hæfni Kamölu Harris varaforseta að einhverju leyti til þess að geta sigrað mótframbjóðandann Donald Trump, ef hún tæki við af honum í kosningabaráttunni.

Kliður fór um salinn

„Ég hefði ekki valið Trump varaforseta ef ég tryði ekki að hún gæti unnið,“ sagði Biden.

Lítilsháttar kliður fór í kjölfarið um salinn, þar sem fjöldi blaðamanna var saman kominn.

Ger­ist þetta í fram­haldi af því að Biden kynnti Volodimír Selenskí Úkraínuforseta upp á svið fyrr í kvöld sem „Pútín forseta“.

Í því tilfelli leiðrétti forsetinn sig, eftir framíköll úr sal, en það gerði hann ekki að þessu sinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert