Joe Biden Bandaríkjaforseti fór nafnavillt í annað skiptið í kvöld þegar hann vísaði til Kamölu Harris varaforseta síns sem Trumps varaforseta.
Var hann spurður á blaðamannafundi hvort hann efaðist um hæfni Kamölu Harris varaforseta að einhverju leyti til þess að geta sigrað mótframbjóðandann Donald Trump, ef hún tæki við af honum í kosningabaráttunni.
„Ég hefði ekki valið Trump varaforseta ef ég tryði ekki að hún gæti unnið,“ sagði Biden.
Lítilsháttar kliður fór í kjölfarið um salinn, þar sem fjöldi blaðamanna var saman kominn.
Gerist þetta í framhaldi af því að Biden kynnti Volodimír Selenskí Úkraínuforseta upp á svið fyrr í kvöld sem „Pútín forseta“.
Í því tilfelli leiðrétti forsetinn sig, eftir framíköll úr sal, en það gerði hann ekki að þessu sinni.
"I wouldn't have picked Vice President Trump to be vice president did I think she wasn't qualified to be president."
— Sky News (@SkyNews) July 11, 2024
Biden makes fresh gaffe in first question from media at NATO summit, confusing Kamala Harris with Donald Trump. https://t.co/ey8r2F4BFh
📺 Sky 501 and YouTube pic.twitter.com/9lfD6TMhuj