Kínverjar og Rússar með heræfingar

Rússneskir hermenn á æfingu á síðasta ári.
Rússneskir hermenn á æfingu á síðasta ári. AFP

Kínverjar greindu frá því í morgun að heræfingar væru hafnar með Rússum meðfram suðurströnd Kína.

Tilkynningin kom eftir að leiðtogar Vesturlanda hittust í Washington í Bandaríkjunum á NATO-ráðstefnu og Japanir vöruðu við vaxandi ógn vegna sterkra tengsla kínverskra og rússneskra stjórnvalda.

Varnarmálaráðuneyti Kína sagði að herir beggja landa hefðu hafið æfingar, sem kallast Joint Sea-2024, „snemma í júlí“ og að þær héldu áfram þangað til um miðjan þennan mánuð.

Æfingarnar fara fram bæði í sjó og í lofti í kringum borgina Zhanjiang í suðurhluta Guangdong-héraðs. Þeim er ætlað að „sýna staðfestu og getu þessara tveggja landa við að takast í sameiningu á við ógnir á hafi úti og að viðhalda alþjóðlegum og svæðisbundnum friði og stöðugleika“, sagði ráðuneytið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert