Örlög von der Leyen ráðast 18. júlí

Ursula von der Leyen er forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.
Ursula von der Leyen er forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. AFP/Kenzo Tribouillard

Örlög Ursulu von der Leyen sem forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins ráðast 18. júlí þegar Evrópuþingið gengur til kosninga. 

Þetta sagði talskona þingsins í dag.

Kjörtímabilið er fimm ár en von der Leyen hefur gegnt embættinu síðan árið 2019. Til þess að ná kjöri verður von der Leyen að að hljóta að minnsta kosti 361 atkvæði þingmanna.

Aldrei að vita hvort einhverjir svíkja

Von der Leyen hefur staðið í kosningabaráttu síðustu vikur og er almennt talin sigurstranglegur frambjóðandi en hún var tilnefnd af leiðtogum Evrópusambandsins. Sigurinn er þó alls ekki vís.

„Þetta er leynileg atkvæðagreiðsla, þannig við vitum ekki hverjir gætu svikið eða staðið við skuldbindingar sínar,“ sagði Pascale Joannin, stjórnmálafræðingur og yfirmaður Robert Schuman-stofnunarinnar í Brussel.

Kristilegir demókratar, flokkur von der Leyen, er stærstur á þinginu. Von der Leyen er 13. forseti framkvæmdastjórnarinnar og er 65 ára gamall Þjóðverji.

Kosið var til Evrópuþingsins í síðasta mánuði og er eitt fyrsta verkefni þingsins að kjósa um forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka