Pelosi og Obama ræddu um Biden og framboðið

Talsmaður Pelosi neitar því ekki að þau hafi rætt saman …
Talsmaður Pelosi neitar því ekki að þau hafi rætt saman um framboð Bidens og áhyggjur af því. Samsett mynd/AFP/Jim Watson

Barack Obama, fyrr­ver­andi Banda­ríkja­for­seti, og Nancy Pe­losi, fyrr­ver­andi for­seti full­trúa­deild­ar Banda­ríkjaþings, hafa rætt sam­an um Joe Biden og framtíð kosn­inga­bar­áttu hans.

Bæði eiga þau að hafa lýst yfir áhyggj­um af því hversu erfitt það virðist vera orðið fyr­ir Biden að sigra Don­ald Trump, fyrr­ver­andi Banda­ríkja­for­seta. Þá eru þau ekki al­veg viss um hvað þau eigi að gera í mál­inu.

CNN grein­ir frá en fréttamiðill­inn ræddi við á ann­an tug þing­manna og starfs­manna í nánu sam­bandi við Obama og Pe­losi.

Vilja binda enda á átök­in inn­an flokks

Demó­krat­ar vilja binda enda á átök­in inn­an flokks svo þeir geti aft­ur ein­blínt á að sigra Trump. Marg­ir þing­menn eru sagðir hafa leitað til Obama eða Pe­losi í þeirri von að þau ræði við Biden um framtíð hans.

Af þeim sem CNN ræddi við sögðu marg­ir að ljóst væri að fram­boð Bidens væri á enda komið, þó það væri spurn­ing hvenær það yrði til­kynnt og hvernig úr því myndi spil­ast.

Biden ít­rekaði þó aft­ur á blaðamanna­fundi í gær að hann væri áfram í fram­boði.

Nokkr­ir úr innsta hring vilja að Biden hætti

Marg­ir úr innsta hring Obam­as þegar hann var for­seti hafa skorað á Biden að draga fram­boð sitt til baka.

Dav­id Ax­el­rod, helsti ráðgjafi Obama í báðum for­setafram­boðum hans og þegar hann var í Hvíta hús­inu, hef­ur op­in­ber­lega skorað á Biden að draga fram­boð sitt til baka.

Þá hafa þátta­stjórn­end­ur hlaðvarps­ins Pod Save America hvatt Biden til að íhuga það al­var­lega að stíga til hliðar, en þeir störfuðu einnig fyr­ir Obama.

David Axelrod.
Dav­id Ax­el­rod. Ljós­mynd/​Lauren Ger­son/​LBJ bóka­safnið

Cloo­ney sagður hafa heyrt í Obama

Obama var fljót­ur að grípa til varna fyr­ir Biden eft­ir kapp­ræðurn­ar við Trump en ann­ars hef­ur ekk­ert heyrst í hon­um síðustu tvær viku.

Heim­ild­ar­menn CNN segja að Obama sé ekki að taka neina af­stöðu í sam­bandi við Biden í þeim sím­töl­um sem hann á við þing­menn og styrkt­araðila Demó­krata.

Politico greindi frá því að leik­ar­inn Geor­ge Cloo­ney hafi heyrt í Obama áður en hann birti grein sína þar sem hann hvatti Biden til að hætta í fram­boði.

Obama á ekki að hafa hvatt Cloo­ney til að birta skoðana­grein­ina, en ráðlagði þó ekki gegn því held­ur, að sögn kunn­ugra.

Viðtal við Pe­losi haft af­leiðing­ar

Pe­losi sagði í viðtali á miðviku­dag að það væri und­ir Biden komið að taka ákvörðun um það hvort hann vildi halda áfram í fram­boði.

Biden hef­ur þó ít­rekað sagt á síðustu dög­um og vik­um að hann ætli að halda áfram og því túlkuðu marg­ir um­mæli Pe­losi sem beiðni um að hann end­ur­skoðaði ákvörðun sína.

Fyr­ir þetta viðtal hjá Pe­losi töldu marg­ir að Biden væri að verða bú­inn að stöðva blæðing­una. En í kjöl­far viðtals­ins hafa marg­ir stigið fram og hvatt Biden til að draga sig í hlé. 

Alls hafa 18 Demó­krat­ar í báðum þing­deild­um Banda­ríkjaþings hvatt Biden til að draga fram­boð sitt til baka, þar af bætt­ust við þrír eft­ir blaðamanna­fund Bidens í gær­kvöldi.

Nancy Pelosi er fyrrverandi forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Hún er sitjandi …
Nancy Pe­losi er fyrr­ver­andi for­seti full­trúa­deild­ar Banda­ríkjaþings. Hún er sitj­andi þingmaður og áfram með gíf­ur­lega mik­il ítök í Demó­krata­flokkn­um. AFP

Taka ekki fyr­ir að sam­talið hafi átt sér stað

Aðstoðarmaður Obama neitaði að tjá sig um frétt­ina er CNN hafði sam­band.

Þó að talsmaður Pe­losi hafi ekki deilt um að hún og Obama hafi talað um Biden sagði talsmaður­inn við CNN eft­ir að grein­in birt­ist:

„Það er eng­inn þingmaður sem myndi hafa vitn­eskju um neitt sam­tal sem Pe­losi hefði átt við Obama. Sá sem seg­ir að þeir geri það er ekki að segja sann­leik­ann.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert