Styrktaraðilar Bidens sagðir frysta greiðslur

Heimildarmenn New York Times segja að greiðslurnar hafi verið frystar …
Heimildarmenn New York Times segja að greiðslurnar hafi verið frystar vegna frammistöðu Bidens í kappræðunum í júní. AFP

Nokkr­ir af stærstu styrkt­araðilum demó­krata í kom­andi for­seta­kosn­ing­um segj­ast ætla að frysta greiðslur upp á ríf­lega 90 millj­ón­ir Banda­ríkja­dala ef Joe Biden banda­ríkja­for­seti vík­ur ekki úr fram­boði, sam­kvæmt heim­ild­um New York Times.

Sam­kvæmt tveim­ur viðmæl­end­um Times munu styrkt­araðilar hafa hótað þessu í sam­tali við full­trúa Fut­ure Forw­ard, sem eru ein stærstu sam­tök­in sem styðja við Demó­krata­flokk­inn. Viðmæl­end­urn­ir feng­ur að halda nafn­leynd.

Þetta ber að líta sem einn stærsta skell sem kosn­inga­bar­átta Bidens hef­ur orðið fyr­ir í kjöl­far brös­ug­legr­ar frammistöðu for­set­ans í kapp­ræðum gegn Don­ald Trump, mót­fram­bjóðanda sín­um og fyrr­ver­andi Banda­ríkja­for­seta.

90 millj­ón­ir banda­ríkja­dala

Þar að auki mun einn fjár­sterk­ur stuðnings­maður hafa ít­rekað verið beðinn um að styrkja kosn­inga­bar­áttu Bidens í fram­haldi af kapp­ræðunum. Sá mun hafa sagt sig og fé­laga sína vera tví­stíg­andi.

Fut­ure Forw­ard vildi ekki tjá sig um málið eða staðfesta frá­sagn­ir viðmæl­end­anna þegar Times óskaði eft­ir viðbrögðum. Ráðgjafi Fut­ure Forw­ard sagði aðeins að hóp­ur­inn vænti þess að þeir sem hefðu fryst greiðslur myndu snúa aft­ur þegar óviss­an væri liðin hjá.

Heim­ild­ar­menn Times vildu aft­ur á móti ekki gefa upp nöfn þeirra sem hefðu fryst greiðslur sín­ar, en þeir telja að þær nemi um eða yfir 90 millj­ón­um Banda­ríkja­dala, eða 12,3 millj­örðum króna.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert