Styrktaraðilar Bidens sagðir frysta greiðslur

Heimildarmenn New York Times segja að greiðslurnar hafi verið frystar …
Heimildarmenn New York Times segja að greiðslurnar hafi verið frystar vegna frammistöðu Bidens í kappræðunum í júní. AFP

Nokkrir af stærstu styrktaraðilum demókrata í komandi forsetakosningum segjast ætla að frysta greiðslur upp á ríflega 90 milljónir Bandaríkjadala ef Joe Biden bandaríkjaforseti víkur ekki úr framboði, samkvæmt heimildum New York Times.

Samkvæmt tveimur viðmælendum Times munu styrktaraðilar hafa hótað þessu í samtali við fulltrúa Future Forward, sem eru ein stærstu samtökin sem styðja við Demókrataflokkinn. Viðmælendurnir fengur að halda nafnleynd.

Þetta ber að líta sem einn stærsta skell sem kosningabarátta Bidens hefur orðið fyrir í kjölfar brösuglegrar frammistöðu forsetans í kappræðum gegn Donald Trump, mótframbjóðanda sínum og fyrrverandi Bandaríkjaforseta.

90 milljónir bandaríkjadala

Þar að auki mun einn fjársterkur stuðningsmaður hafa ítrekað verið beðinn um að styrkja kosningabaráttu Bidens í framhaldi af kappræðunum. Sá mun hafa sagt sig og félaga sína vera tvístígandi.

Future Forward vildi ekki tjá sig um málið eða staðfesta frásagnir viðmælendanna þegar Times óskaði eftir viðbrögðum. Ráðgjafi Future Forward sagði aðeins að hópurinn vænti þess að þeir sem hefðu fryst greiðslur myndu snúa aftur þegar óvissan væri liðin hjá.

Heimildarmenn Times vildu aftur á móti ekki gefa upp nöfn þeirra sem hefðu fryst greiðslur sínar, en þeir telja að þær nemi um eða yfir 90 milljónum Bandaríkjadala, eða 12,3 milljörðum króna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert