Lýsir yfir fullum stuðningi við Trump eftir árásina

Elon Musk auðkýfingur.
Elon Musk auðkýfingur. AFP/Alain Jocard

Elon Musk hefur lýst því yfir að hann styðji Donald Trump eftir að skotið var að forsetanum fyrrverandi á kosningafundi í Pennsylvaníu fyrr í kvöld.

„Ég styð Trump forseta og vona að hann nái sér fljótt á strik,“ skrifar hann á miðilinn sinn X.

Samkvæmt heimildum Bloomberg hefur Musk gefið pólitískum hópi sem styður kosningabaráttu Trumps, „stórkostlega háa fjárhæð“.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert