Sanders styður Biden

Joe Biden og Bernie Sanders sóttust báðir eftir útnefningu sem …
Joe Biden og Bernie Sanders sóttust báðir eftir útnefningu sem forsetaefni Demókrataflokksins árið 2020. AFP

Öldungadeildarþingmaðurinn Bernie Sanders telur að Joe Biden Bandaríkjaforseti eigi að vera forsetaefni Demókrataflokksins.

Sanders skrifar grein í New York Times í dag þar sem hann lofar Biden, þrátt fyrir ágreining þeirra í hinum ýmsu málum.

Síðan Biden og Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, mættust í kappræðum í júní hafa margir demókratar kallað eftir því að Biden dragi framboð sitt til baka. 

Biden bestur

Í grein sinni segist Sanders ætla gera allt sem hann geti til að tryggja að Biden verði endurkjörinn. Þá segir hann Biden vera sterkasta frambjóðandann til að sigra Trump.

Sanders bendir á að kosningar byrji ekki og endi með 90 mínútna kappræðum. Hann hvetur demókrata til snúa bökum saman og styðja Biden. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert