Trump skotinn: Tveir látnir og einn illa særður

Blóð viðrist renna af eyra Trumps eftir að hann féll …
Blóð viðrist renna af eyra Trumps eftir að hann féll í jörðina í kjölfar skothvells. AFP

Skotum var hleypt af á kosningafundi Donalds Trumps í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum fyrr í kvöld. Trump er heill á húfi.

Tveir eru sagðir látnir, meintur árásarmaður og einn gestur á fundinum, samkvæmt fréttafluttningi vestanhafs. Aukinheldur er einn sagður alvarlega særður.

Trump staðfestir á samfélagsmiðlinum Truth Social að byssukúlan hafa strokið hægra eyrað á sér en Trump var tekinn til skoðunar á sjúkrahúsi í kjölfar atviksins.

Leyniþjónusutlið stökk á forsetaframbjóðandann um leið og hvellurinn heyrðist.
Leyniþjónusutlið stökk á forsetaframbjóðandann um leið og hvellurinn heyrðist. AFP

Stökk í jörðina

Skothvellir trufluðu ræðu Donalds Trumps, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, á kosningafundi hans fyrr í kvöld.

Trump henti sér í jörðina á meðan leyniþjónustumenn umkringdu forsetann fyrrverandi til að gæta öryggis hans. Sviðið var síðan umkringt vopnuðum sérsveitarmönnum.

Lá hann á jörðinni í um það bil mínútu. Trump stóð þá upp á fætur og reisti hnefann í loftið áður en honum var fylgt af sviðinu, inn í bifreið og síðan ekið af vettvangi.

Virðist hann hafa sagt eitthvað er hann stakk hnefanum í loftið. „Berjist,“ hafa sjónarvottar eftir honum.

Blóð á eyranu

Trump strauk á sér eyrað áður en hann henti sér í jörðina. Myndir sýna blóð á eyra hans leka niður kinnina.

J.D. Vance, þingmaður Repúblikanaflokksins í Ohio, sagði í færslu á samfélagsmiðlinum X: „Biðjið með mér fyrir Trump forseta og öllum á þessum fundi. Ég vona að allir séu heilir á húfi.“

Trump lá í jörðinni í um það bil mínútu.
Trump lá í jörðinni í um það bil mínútu. AFP

Trump „í lagi“ og rannsókn „í fullum gangi“

Steven Cheung, talsmaður Trumps, segir í yfirlýsingu að Trump sé í lagi og hafi verið tekinn til skoðunar á spítala í ríkinu.

Talsmaðurinn bætti við að Trump vildi þakka löggæslu og viðbragðsaðilum fyrir skjót viðbrögð við „þessu svívirðilega ódæði“.

„Leyniþjónustan hefur gripið til verndarráðstafanna og forsetinn fyrrverandi er heill á húfi. Nú er rannsókn á vegum leyniþjónustunnar í fullum gangi og frekari upplýsingar verða birtar þegar þær liggja fyrir,“ skrifar Anthony Guglielmi, samskiptastjóri Bandarísku leyniþjónustunnar, á samfélagsmiðlinum X. 

Trump stakk hnefanum í loftið eftir að hann reis á …
Trump stakk hnefanum í loftið eftir að hann reis á fætur. AFP

Biden þakklátur að Trump lifði af

Joe Biden Bandaríkjaforseti segist þakklátur að Trump hafi lifað af árásina. Kamala Harris hefur einnig verið uplýst um skotárásina.

Biden kveðst fordæma allt pólitískt ofbeldi. „Allir, allir verða að fordæma það,“ sagði hann á blaðamannafundi upp úr miðnætti á íslenskum tíma.

Chuck Schumer, þingflokksforðmaður Demókrata í öldungadeild, segist vera brugðið yfir skotárásinni.

„Ég er skelfingu lostinn yfir því sem gerðist á Trump-fundinum í Pennsylvaníu og létt yfir því að Trump, fyrrverandi forseti, sé heill á húfi. Pólitískt ofbeldi á sér engan stað í okkar landi,“ skrifar Schumer á X-inu.

Sterk viðbrögð

Árásin hefur vakið sterk viðbrögð utan úr heimi. Þjóðarleiðtogar hafa sagst vera brugðið yfir árásinni.

Auðkýfingurinn Elon Musk hefur lýst yfir fullum stuðningi við Trump í kjölfar árásarinnar.

Fréttin hefur verið uppfærð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert