Trump skotinn í eyrað: Rannsakað sem banatilræði

Blóð viðrist renna af eyra Trumps eftir að hann féll …
Blóð viðrist renna af eyra Trumps eftir að hann féll í jörðina í kjölfar skothvells. AFP

Skot­um var hleypt af á kosn­inga­fundi Don­alds Trumps í Penn­sylvan­íu í Banda­ríkj­un­um fyrr í kvöld. Trump er heill á húfi.

Tveir eru sagðir látn­ir, meint­ur árás­armaður og einn gest­ur á fund­in­um, sam­kvæmt frétta­fluttn­ingi vest­an­hafs. Auk­in­held­ur er einn sagður al­var­lega særður. Árás­in er rann­sökuð sem bana­til­ræði.

Trump staðfest­ir á sam­fé­lags­miðlin­um Truth Social að byssukúl­an hafa strokið hægra eyrað á sér en Trump var tek­inn til skoðunar á sjúkra­húsi í kjöl­far at­viks­ins.

Leyniþjónusutlið stökk á forsetaframbjóðandann um leið og hvellurinn heyrðist.
Leyniþjón­usutlið stökk á for­setafram­bjóðand­ann um leið og hvell­ur­inn heyrðist. AFP

Stökk í jörðina

Skot­hvell­ir trufluðu ræðu Don­alds Trumps, fyrr­ver­andi Banda­ríkja­for­seta, á kosn­inga­fundi hans fyrr í kvöld.

Trump henti sér í jörðina á meðan leyniþjón­ustu­menn um­kringdu for­set­ann fyrr­ver­andi til að gæta ör­ygg­is hans. Sviðið var síðan um­kringt vopnuðum sér­sveit­ar­mönn­um.

Lá hann á jörðinni í um það bil mín­útu. Trump stóð þá upp á fæt­ur og reisti hnef­ann í loftið áður en hon­um var fylgt af sviðinu, inn í bif­reið og síðan ekið af vett­vangi.

Virðist hann hafa sagt eitt­hvað er hann stakk hnef­an­um í loftið. „Berj­ist,“ hafa sjón­ar­vott­ar eft­ir hon­um.

Blóð á eyr­anu

Trump strauk á sér eyrað áður en hann henti sér í jörðina. Mynd­ir sýna blóð á eyra hans leka niður kinn­ina.

J.D. Vance, þingmaður Re­públi­kana­flokks­ins í Ohio, sagði í færslu á sam­fé­lags­miðlin­um X: „Biðjið með mér fyr­ir Trump for­seta og öll­um á þess­um fundi. Ég vona að all­ir séu heil­ir á húfi.“

Trump lá í jörðinni í um það bil mínútu.
Trump lá í jörðinni í um það bil mín­útu. AFP

Trump „í lagi“ og rann­sókn „í full­um gangi“

Steven Cheung, talsmaður Trumps, seg­ir í yf­ir­lýs­ingu að Trump sé í lagi og hafi verið tek­inn til skoðunar á spít­ala í rík­inu.

Talsmaður­inn bætti við að Trump vildi þakka lög­gæslu og viðbragðsaðilum fyr­ir skjót viðbrögð við „þessu sví­v­irðilega ódæði“.

„Banda­ríska ör­ygg­isþjón­ust­an hef­ur gripið til vernd­ar­ráðstaf­anna og for­set­inn fyrr­ver­andi er heill á húfi. Nú er rann­sókn á veg­um leyniþjón­ust­unn­ar í full­um gangi og frek­ari upp­lýs­ing­ar verða birt­ar þegar þær liggja fyr­ir,“ skrif­ar Ant­hony Guglielmi, sam­skipta­stjóri ör­ygg­isþjón­ust­unn­ar, á sam­fé­lags­miðlin­um X. 

Trump stakk hnefanum í loftið eftir að hann reis á …
Trump stakk hnef­an­um í loftið eft­ir að hann reis á fæt­ur. AFP

Biden þakk­lát­ur að Trump lifði af

Joe Biden Banda­ríkja­for­seti seg­ist þakk­lát­ur að Trump hafi lifað af árás­ina. Kamala Harris hef­ur einnig verið upp­lýst um skotárás­ina.

Biden kveðst for­dæma allt póli­tískt of­beldi. „All­ir, all­ir verða að for­dæma það,“ sagði hann á blaðamanna­fundi upp úr miðnætti á ís­lensk­um tíma.

Chuck Schumer, þing­flokks­forðmaður demó­krata í öld­unga­deild, seg­ist vera brugðið yfir skotárás­inni.

„Ég er skelf­ingu lost­inn yfir því sem gerðist á Trump-fund­in­um í Penn­sylvan­íu og létt yfir því að Trump, fyrr­ver­andi for­seti, sé heill á húfi. Póli­tískt of­beldi á sér eng­an stað í okk­ar landi,“ skrif­ar Schumer á X-inu.

Sterk viðbrögð

Árás­in hef­ur vakið sterk viðbrögð utan úr heimi. Þjóðarleiðtog­ar hafa sagst vera brugðið yfir árás­inni.

Auðkýf­ing­ur­inn Elon Musk hef­ur lýst yfir full­um stuðningi við Trump í kjöl­far árás­ar­inn­ar.

Frétt­in hef­ur verið upp­færð.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert