Ætlar að ræða við Trump

Joe Biden Bandaríkjaforseti.
Joe Biden Bandaríkjaforseti. AFP

Joe Biden Bandaríkjaforseti segist ætla að ræða við Donald Trump Bandaríkjaforseta seinna í kvöld, ef kostur gefst.

Skotum var hleypt af á kosningafundi Trumps fyrr í kvöld. Tveir eru látnir, þar á meðal árásarmaðurinn.

„Ég hef reynt að ná í hann,“ sagði Biden á blaðamannafundi fyrir skömmu. „Ég ætla að tala við hann innan skamms.“ Honum sagðist þó skiljast að Trump væri „í lagi“.

Þá kvaðst hann fordæma allt pólitískt ofbeldi: „Allir, allir verða að fordæma það.“ 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka