Ætlar að ræða við Trump

Joe Biden Bandaríkjaforseti.
Joe Biden Bandaríkjaforseti. AFP

Joe Biden Banda­ríkja­for­seti seg­ist ætla að ræða við Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seta seinna í kvöld, ef kost­ur gefst.

Skot­um var hleypt af á kosn­inga­fundi Trumps fyrr í kvöld. Tveir eru látn­ir, þar á meðal árás­armaður­inn.

„Ég hef reynt að ná í hann,“ sagði Biden á blaðamanna­fundi fyr­ir skömmu. „Ég ætla að tala við hann inn­an skamms.“ Hon­um sagðist þó skilj­ast að Trump væri „í lagi“.

Þá kvaðst hann for­dæma allt póli­tískt of­beldi: „All­ir, all­ir verða að for­dæma það.“ 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka