Biden: Þakklátur að Trump lifði af

Joe Biden Bandaríkjaforseti.
Joe Biden Bandaríkjaforseti. AFP

„Það er enginn staður fyrir svona ofbeldi í Bandaríkjunum,“ segir Joe Biden Bandaríkjaforseti um skotárásina á kosningafundi Donalds Trumps fyrr í kvöld.

Búist er við því að Biden ávarpi þjóðina seinna í kvöld. Kosningateymi Bidens hefur ákveðið að taka niður allan kosningaáróður sinn tímabundið.

Tveir eru látnir og einn alvarlega særður eftir að skoti var hleypt af á kosningafundi Donalds Trumps, fyrrverandi Bandaríkjaforseta fyrir skömmu. Trump er heill á húfi virðist hafa særst lítillega á eyranu.

Í yfirlýsingu á vef Hvíta hússins segir:

Ég hef verið upplýstur um skotárásina á kosningafundi Donalds Trumps í Pennsylvaníu.

Ég er þakklát að heyra að hann sé heill á húfi og honum miði vel áfram. Ég bið fyrir honum og fjölskyldu hans og öllum þeim sem voru á fundinum, þar sem við bíðum eftir frekari upplýsingum.

Við Jill [Biden forsetafrú] erum þakklát öryggisþjónustunni fyrir að koma honum í öruggt skjól. Það er enginn staður fyrir svona ofbeldi í Bandaríkjunum. Við verðum að sameinast sem ein þjóð til að fordæma það.

Fjölmiðlar vestanhafs greina frá því að búist er við stærri yfirlýsingu frá Biden seinna í kvöld.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert