Fimm látnir eftir að bíll sprakk í miðjum leik

Sjónarvottar segja að sprengingin hafi verið gríðarstór.
Sjónarvottar segja að sprengingin hafi verið gríðarstór. Twitter/Kooshinnn

Fjöldi Sómala eru látnir eftir að bílasprengja sprakk fyrir utan kaffihús í Mógadisjú, höfuðborg Sómalíu, fyrr í kvöld. Gestir voru þar saman komnir til að fylgjast með úrslitaleik Spánar og Englands á EM í knattspyrnu.

Sjónarvottar segja að sprengingin hafi verið gríðarstór. Rúður hafi brotnað og brak flogið um.

Sómalska ríkissjónvarpið segir að fimm manns hafi látið lífið og um 20 hafi særst.

Yfirvöld rannsaka nú atvikið. Á myndum frá vettvangi má sjá mikið tjón á húsnæðinu.

Fréttin hefur verið uppfærð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert