Forstjóri öryggisþjónustunnar krafinn svara

Fulltrúar leyniþjónustunnar sjást hér umkringja Trump eftir að skot hæfði …
Fulltrúar leyniþjónustunnar sjást hér umkringja Trump eftir að skot hæfði eyra hans. AFP

Eftirlits- og ábyrgðarnefnd fulltrúardeildar Bandaríkjaþing hefur boðað Kimberly Cheatle, forstjóra öryggisþjónustunnar, Bandaríkjanna, á fund 22. júlí vegna skotárásarinnar á kosningafundi Donald Trump í Pennsylvaníu í gær. 

Kimberly Cheatle var ráðin forstjóri leyniþjónustunnar árið 2022.
Kimberly Cheatle var ráðin forstjóri leyniþjónustunnar árið 2022. Ljósmynd/Bandaríska leyniþjónustan

„Gífurlegt hugrekki fulltrúa bandarísku öryggisþjónustunnar sem vörðu Trump forseta, skutu árásarmanninn til bana, og mögulega komu í veg fyrir að fleiri létu lífið er ekki hægt að ofmeta,“ sagði í yfirlýsingu þingnefndarinnar. 

Þingnefndin hefur hafið rannsókn á atvikinu og boðar því Cheatle á fund til þess að gefa skýrslu eftir rúma viku. 

Í tísti nefndarinnar segir að Bandaríkjamenn krefjist svara um hvað gerðist. 

Á blaðamanna­fundi í gærkvöldi sagði Kevin Roj­ek, full­trúi al­rík­is­lög­regl­unn­ar, að það væri „skrýtið“ að árás­armaður­inn gat hleypt mörg­um skot­um af á meðan fund­in­um stóð.

Spurður hvort að mistök hefðu verið gerð varðandi öryggisgæslu á fundinum svaraði Rojek að hann myndi ekki leggja mat á rannsókn sem væri í gangi. Öryggisþjónustan var ekki viðstödd blaðamannafundinn.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert