Fundu tvær sprengjur í bíl Crooks

Sprengjusveit keyrir að heimili Crooks.
Sprengjusveit keyrir að heimili Crooks. AFP

Tvær sprengjur eru sagðar hafa fundist í bíl mannsins sem er grunaður um að hafa reynt að ráða Donald Trump af dögum í gær. Þá hefur þriðja sprengjan mögulega fundist á heimili hans. Frá þessu greina miðlar vestanhafs. 

Skot­um var hleypt af á kosn­inga­fundi Donalds Trumps, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í Penn­sylvan­íu í Banda­ríkj­un­um í gær. Trump er heill á húfi en er særður á eyranu.

Tveir eru sagðir látn­ir, meint­ur árás­armaður og einn gest­ur á fund­in­um.

Auk­in­held­ur eru tveir sagðir al­var­lega særðir. 

Lögreglan í Butler hefur girt af götuna þar sem meintur …
Lögreglan í Butler hefur girt af götuna þar sem meintur árásarmaður bjó. AFP

Sprengjusveit kölluð út

Wall Street Journal greinir frá að bíl Thomas Matthew Crooks, meints byssumanns, hafi verið lagt nálægt kosningafundinum, að sögn sjónarvotta.

Lögreglu barst fjöldi tilkynninga um grunsamlega böggla í kringum svæðið þar sem skotmaðurinn hafði verið og voru sprengjusérfræðingar sendir á vettvang. Þá hafi sprengiefni fundist í bíl Crooks.

Heimildarmenn New York Times segja að tvær sprengjur hafi fundist í bíl Crooks og hugsanlega þriðja sprengja á heimili hans. Þá mun hríðskotariffill hafa fundist á vettvangi. 

Tvítugur maður

Crooks var 20 ára gam­all og út­skrifaðist frá Bet­hel Park–mennta­skól­an­um í Penn­sylvan­íu árið 2022. Heima­bær hans er í um 55 kíló­metra fjar­lægð frá Butler–býl­inu þar sem kosn­inga­fund­ur­inn var haldinn. 

Crooks hafði komið sér fyr­ir á þaki húss utan fund­ar­ins, í um 120 til 150 metra fjar­lægð frá sviðinu sem Trump stóð á, þegar skotunum var hleypt af. Nokkr­um sek­únd­um síðar var hann skot­inn til bana af ör­ygg­isþjón­ust­unni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert