„Hann var faðir“

Biden flutti ræðu í Hvíta húsinu fyrr í dag.
Biden flutti ræðu í Hvíta húsinu fyrr í dag. AFP

Joe Biden Banda­ríkja­for­seti seg­ist hafa skipað ör­ygg­isþjón­ustu lands­ins að veita Trump eins mikla gæslu og talið er að þörf sé á.

Hann kveðst einnig hafa beðið ör­ygg­isþjón­ust­una um að fara yfir all­ar ör­ygg­is­ráðstaf­an­ir á lands­fundi Re­públi­kana sem hefst á morg­un.

Þá hef­ur Biden skipað að gerð verði sjálf­stæð rann­sókn í nafni þjóðarör­ygg­is á hvað fór úr­skeiðis á kosn­inga­fundi Trumps í gær þegar skotið var að for­setafram­bjóðand­an­um. 

Biden til­kynnti þetta í ávarpi sínu fyr­ir skömmu sem var streymt úr Hvíta hús­inu. Þá sagðist hann ætla flytja aðra ræðu í kvöld.

Ræddi við Trump

Skotið var að Don­ald Trump á kosn­inga­fundi hans í Penn­sylvan­íu í gær. Einn lést í árás­inni auk þess sem að árás­armaður­inn var felld­ur.

„Í gær­kvöldi ræddi ég við Don­ald Trump,“ sagði Biden. „Við átt­um stutt og gott sam­tal.“

Biden vottaði fjöl­skyld­um fórn­ar­lamba samúð sína og óskaði hinum særðu skjóts bata. Þá þakkaði hann viðbragðsaðilum og starfs­fólki ör­ygg­isþjón­ust­unn­ar fyr­ir sitt viðbragð.

Slökkviliðsmaður og tveggja barna faðir

„Hann var faðir,“ sagði for­set­inn um hinn fimm­tuga Cor­ey Com­peratore sem lést í árás­inni. Com­peratore var slökkviliðsmaður og læt­ur eft­ir sig tvö börn.

„Hann var að vernda fjöl­skyldu sína frá skot­un­um sem var hleypt af.“ 

Hann sagði að þjóðin þyrfti að sam­ein­ast. 

„Við vit­um enn ekki hver ástæða skotárás­ar­manns­ins var [fyr­ir að ráðast á Trump],“ sagði for­set­inn, sem mælti jafn­framt gegn því að fólk myndi draga álykt­an­ir sem væru byggðar á engu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert