Myndskeið: Trump skotinn

Að sögn talsmanns Donald Trump er „í lagi“ með fyrrverandi forsetann. Þá segir bandaríska öryggisþjónustan hann vera öruggann. 

Hér að neðan má sjá klippu úr útsendingu Fox News frá atvikinu. 

Klukkan 18:08 á bandarískum tíma, 22:08 á íslenskum tíma, varð skotárás á kosningafundi Trumps í Penn­sylv­an­íuríki. Eitt skot hæfði Trump. 

Í færslu á sam­fé­lags­miðli sín­um Truth Social skrifaði Trump klukkan 20:42 að hann hafi verið „skot­inn með byssu­kúlu sem rauf efri hluta hægra eyr­ans á mér“.

Joe Biden Bandaríkjaforseti var upplýstur um málið klukkan 18:50 og ræddi hann símleiðis við Trump klukkan 22:30.

Í nótt flaug Trump til Newark í New Jersey þar sem hann á heimili. Myndskeið af því má einnig sjá hér að neðan. 

Fjöldi þjóðarleiðtoga hafa fordæmt árásina og sent Trump batakveðjur, þar á meðal Olaf Scholz Þýskalandskanslari, Emmanuel Macron Frakklandsforseti, Giorgia Meloni, forsætisráðherra Ítalíu, Benja­mín Net­anja­hú, for­sæt­is­ráðherra Ísra­els, og Kier Star­mer, for­sæt­is­ráðherra Bret­lands. 



Nokkrum sekúndum eftir að Donald Trump var skotinn.
Nokkrum sekúndum eftir að Donald Trump var skotinn. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka