Skotárásin afleiðing þess að Trump sé líkt við Hitler

Tulsi Gabbard árið 2019 er hún var þingkona Demókrataflokksins.
Tulsi Gabbard árið 2019 er hún var þingkona Demókrataflokksins. AFP

Tulsi Gabbard, fyrrverandi þingkona Demókrata, sagði skotárásina á Donald Trump vera afleiðing þess að hann sé ítrekað borinn saman við Adolf Hitler. 

„Eftir allt saman, ef að Trump væri í raun annar Hitler, væri það ekki siðferðisleg skylda að myrða hann?“ tísti Gubbard.

Í öðru tísti sagðist hún biðja fyrir öryggi Trumps og Bandaríkjanna allra. 

Árið 2022 sagði Gabbard sig úr Demókrataflokknum. Sama ár tók hún þátt í kosningarherferðum nokkurra frambjóðenda Repúblikana. Hún hefur verið orðuð sem mögulegt varaforsetaefni Trumps vinni hann forsetakosningarnar í nóvember. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka