Var um 120 til 150 metrum frá árásarmanninum

Skot hæfði eyra Donald Trump, fyrrverandi forseta.
Skot hæfði eyra Donald Trump, fyrrverandi forseta. AFP

Donald Trump forsetaframbjóðandi var um 120 til 150 metrum frá árásarmanninum er hann hleypti af skotum á kosningafundi Trumps í Pennsylvaníuríki.

Þessu greinir CNN frá og má sjá myndskeið í frétt miðilsins af árásarmanninum liggjandi á þaki húss látinn. Þá má sjá myndskeið hér að neðan þar sem heyrist er árásarmaðurinn er skotinn af öryggisþjónustunni. 

Að sögn öryggisþjónustu Bandaríkjanna skaut maðurinn nokkrum skotum „úr hæð“ fyrir utan fundinn sem var haldinn á Butler–býli.

Loftmynd af Butler-býlinu.
Loftmynd af Butler-býlinu. AFP

Trump særðist á eyra í árásinni. Alríkislögreglan rannsakar málið sem banatilræði. Auk árás­armannsins, lést einn gest­ur á fund­in­um í árás­inni. Tveir eru alvarlega særðir. 

Á blaðamannafundi sagði Kevin Rojek, fulltrúi alríkislögreglunnar, að það væri „skrýtið“ að árásarmaðurinn gat hleypt mörgum skotum af á meðan fundinum stóð. Verið er að fara yfir verkferla öryggisþjónustunnar. 

Rojek sagði að fram undan væri langt rannsóknarferli á því hvað átti sér stað, hvernig maðurinn gat komist á staðinn sem hann var á og hvaða vopn hann notaði. Bandarískir miðlar hafa greint frá því að maðurinn hafi verið með hálfsjálfvirkan AR–15 riffil.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert