Allt önnur kosningabarátta eftir árásina

Rétt eftir að Donald Trump var skotinn.
Rétt eftir að Donald Trump var skotinn. AFP

Flestum þótti kosningabaráttan í Bandaríkjunum orðin alveg nógu stórbrotin fyrir, en tilræðið við Donald Trump á laugardag er að líkindum eitt af þessum augnablikum sögunnar, sem öllu breyta.

Ekki aðeins atburðurinn sjálfur, sem þó hristir réttilega upp í mörgum, nú eða fyrirsjáanleg 5-10% fylgisaukning Trumps vegna samúðar, heldur fyrst og fremst viðbrögð frambjóðandans, sem sýna öðru betur úr hverju hann er gerður í raun og veru.

Þau voru fönguð á myndinni að ofan og það má mikið vera ef hún verður ekki kjarninn í kosningabaráttu Trumps héðan í frá. Það er erfitt að ímynda sér einhver svör, sem hinn veikburða Biden ætti að eiga við því.

Umfjöllunina má lesa í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert