Fannst látinn á Tenerife

Jay Slater er látinn.
Jay Slater er látinn. Ljósmynd/Aðsend

Spænska lögreglan hefur staðfest að lík sem fannst í morgun í Masca-svæðinu á Tenerife sé af Bretanum Jay Slater. Hans hefur verið saknað frá 17. júní. Sky-fréttastofan greinir frá.

Björgunarsveitir fundu lík af ungum manni eftir 29 daga leit, að því er segir í tilkynningu lögreglunnar.

„Allt bendir til þess að þetta geti verið ungi breski maðurinn sem saknað hefur verið síðan 17. júní síðastliðinn,“ segir í tilkynningunni. 

Talið er að Slater hafi mögulega látið lífið eftir hátt fall.  

Sótti NRG-tónlistarhátíðina

Slater var frá Bretlandi en hann var í fríi á Teneri­fe ásamt vin­um sín­um til að sækja NRG-tón­list­ar­hátíðina á Am­er­ísku strönd­inni.

Þegar síðast spurðist til hans var hann stadd­ur í Rural de Teno-þjóðgarðinum á norðvest­ur­hluta eyj­unnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert