Gengi bréfa Truth Social hækkaði um 35%

Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og eigandi Truth Social.
Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og eigandi Truth Social. AFP/Andrew Caballero-Reynolds

Gengi bréfa í fyr­ir­tæk­inu Trump Media and Technology Group hækkaði um rúm­lega 35% við opn­un kaup­halla í morg­un. Bréf­in eru nú um fimm millj­arðara dala virði, sem nem­ur um 680 millj­örðum ís­lenskra króna. Fyr­ir­tækið rek­ur miðil­inn Truth Social, og er í eigu Don­alds Trumps, fyrr­ver­andi for­seta Banda­ríkj­anna. 

Grein­end­ur sem breska rík­is­út­varpið ræddi við virðast sam­mála um það að gengi bréfa í fé­lag­inu hald­ist í hend­ur við sig­ur­lík­ur Trumps á for­seta­stól, og virðast því líta svo á að bana­til­ræðið gegn Trump, nú um helg­ina, hafi aukið sig­ur­lík­ur hans í kosn­ing­un­um í haust.  

Stofnaður árið 2021

Miðill­inn var stofnaður af Trump árið 2021 eft­ir ósig­ur hans í for­seta­kosn­ing­un­um árið 2020, en í kjöl­far þeirra var hann gerður brott­ræk­ur af sam­fé­lags­miðlum á borð við Face­book og Twitter. Truth Social svip­ar ein­mitt mikið til sam­fé­lags­miðils­ins Twitter, þar sem Trump hafði um 88 millj­ón­ir fylgj­enda, en rúm­lega tvær millj­ón­ir manna nota nú Truth Social dag­lega.

Gengi bréfa í fé­lag­inu hafa fallið nokkuð í ár, til dæm­is þegar réttað var yfir Trump fyrr á ár­inu vegna þagn­ar­greiðslna hans til Stor­my Daniels, en fé­lagið hækkaði tölu­vert í virði á ný eft­ir að ljóst varð að Trump yrði for­seta­efni Re­públi­kana­flokks­ins í kom­andi kosn­ing­um. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert