Hvorki Rubio né Burgum verða varaforseti

Efst á myndinni er Trump, til vinstri er Doug Burgum, …
Efst á myndinni er Trump, til vinstri er Doug Burgum, fyrir miðju er J.D. Vance og til hægri er Marco Rubio AFP/Michael M. Santiago/Andrew Harnik/Giorgio Viera

Öldungadeildarþingmaðurinn frá Flórída, Marco Rubio, verður ekki varaforseti Donalds Trumps, forsetaframbjóðanda og fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Þá verður ríkisstjóri Norður-Dakóta-ríkis, Doug Burgum, það ekki heldur. 

CNN greinir frá þessu og vitnar í báðum tilfellum í heimildamenn nærri stjórnmálamönnunum tveimur. 

Enn er ekki ljóst hver verður fyrir valinu hjá Trump en voru Rubio, Burgum og öldungadeildarþingmaðurinn J.D. Vance frá Ohio-ríki taldir líklegastir. 

Sjálfur hefur Trump greint frá því að hann muni tilkynna hver hafi orðið fyrir valinu á landsfundi Repúblikana sem hófst fyrir skömmu í Milwaukee-borg í Wisconsin-ríki í Bandaríkjunum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert