J.D. Vance varaforsetaefni Trumps

J.D. Vance og Donald Trump. Myndin er samsett.
J.D. Vance og Donald Trump. Myndin er samsett. AFP

J.D. Vance, öldungadeildarþingmaður frá Ohio-ríki, verður varaforsetaefni Donalds Trumps, forsetaframbjóðanda Repúblikanaflokksins, í komandi forsetakosningum vestanhafs í nóvember.

Þetta tilkynnti Donald Trump fyrir skömmu en landsfundur repúblikana hófst í dag og stendur yfir fram á fimmtudag.

Harmljóð sveitadurgsins

J.D. Vance er 39 ára öld­unga­deild­arþingmaður frá Ohio-ríki en hann var kjör­inn árið 2022. Hann varð hins veg­ar fræg­ur árið 2016 fyr­ir ævi­sögu sína, Hill­billy El­egy.

Seinna meir var kvik­mynd gerð byggð á bók­inni og geta Íslend­ing­ar með Net­flix horft á hana.

Í uppáhaldi hjá Trump yngri

J.D. Vance hef­ur verið mik­ill stuðnings­maður Trumps síðan hann bauð sig fram og hef­ur Trump stutt hann. Mál­flutn­ing­ur Vance er mjög í takt við mál­flutn­ing Trumps en fyrst þegar Vance komst í sviðsljósið eftir útgáfu bókar sinnar árið 2016 var hann gagnrýninn á Trump.

Miðað við færsl­ur Don­alds Trumps Jr., son­ar Don­alds Trumps, á sam­fé­lags­miðlum þá var ljóst að sá yngri vildi að pabbi sinn veldi J.D. Vance.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert