Komust yfir gögn úr síma árásarmannsins

Leyniþjónustan fjarlægir Trump af sviðinu á laugardag.
Leyniþjónustan fjarlægir Trump af sviðinu á laugardag. AFP/Rebecca Droke

Bandaríska alríkislögreglan hefur komist yfir upplýsingar úr síma árásarmannsins sem skaut að Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, og hæfði eyra hans á laugardag.

CNN greinir frá því að alríkislögreglan hafi komist yfir gögn úr síma árásarmannsins, Thomas Matthew Crooks, og hafi framkvæmt um hundrað viðtöl við löggæsluaðila á svæðinu sem og önnur vitni. Þá séu um seinustu skref rannsóknarinnar að ræða af hálfu alríkislögreglunnar.

Finna enga hvöt

Fram hefur komið að lögreglan telji að Crooks hafi einn staðið að verki en að engin sérstök hvöt hafi verið fundin sem ástæða árásarinnar.

Einn lést og tveir særðust auk Trumps í skotárásinni í Butler í Pennsylvaníuríki á laugardag. Crooks, sem var tvítugur, var felldur af skyttu bandarísku öryggisþjónustunnar en við leit fann lögregla sprengiefni í bíl Crooks. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert