Trump heldur ótrauður áfram

Blóðugur Trump steytir krepptan hnefa eftir tilræðið á laugardag.
Blóðugur Trump steytir krepptan hnefa eftir tilræðið á laugardag. AFP/Rebecca Droke

Don­ald Trump ætl­ar ekki að láta bana­til­ræðið á laug­ar­dag trufla sig og því hélt hann í gær til Milwaukee þar sem flokksþing Re­públi­kana­flokks­ins hefst í dag. Þar verður hápunkt­ur­inn ræða Trumps á fimmtu­dag, þar sem hann mun taka við út­nefn­ingu flokks­ins til for­setafram­boðs.

Trump sagði í gær að í fyrstu hefði hann ætlað að fresta flokksþing­inu um tvo daga vegna hinna hræðilegu at­b­urða, en sér hefði snú­ist hug­ur.

„Ég get ekki leyft skot­manni eða mögu­leg­um laun­morðingja að knýja fram breyt­ing­ar á tíma­setn­ing­um eða neinu öðru.“

Talið er að þessi viðburður kunni að hafa mik­il áhrif á kosn­inga­bar­átt­una, Trump til fram­drátt­ar.

Skot­maður­inn í 120 metra fjar­lægð

Til­ræðið átti sér stað á fundi stuðnings­manna Trumps í útjaðri bæj­ar­ins Butler í Penn­sylvan­íu, en um 10 mín­út­um eft­ir að Trump hóf kosn­ingaræðu sína gullu við hvell­ir.

Af mynd­um sást hvernig Trump greip um hægra eyra sér, en beygði sig svo skjótt niður um leið og líf­verði hans úr leyniþjón­ust­unni dreif að.

Skot­maður­inn hafði komið sér fyr­ir á húsþaki í um 120 metra fjar­lægð og skaut fjölda riff­il­skota að ræðustóln­um.

Engu mátti muna að hann hæfði Trump í höfuðið, en hann felldi einn fund­ar­gesta og særði tvo aðra al­var­lega. Örstuttu eft­ir að skot­hríðar­inn­ar varð vart felldu skytt­ur leyniþjón­ust­unn­ar til­ræðismann­inn.

Bend­ir ekk­ert til þess að árás­armaður­inn hafi átt sér aðra vitorðsmenn

Í ljós kom að hann var tví­tug­ur maður úr ná­grenn­inu að nafni Thom­as Matt­hew Crooks, en flest er á huldu um hvað rak hann til þess­ara voðaverka.

Leyniþjón­ust­unni var ókunn­ugt um hann og hann hef­ur ekki haft sig í frammi um stjórn­mál svo vitað sé, þótt hann hafi um skeið verið skráður kjós­andi re­públi­kana en síðar látið fé af hendi rakna til demó­krata.

Ekk­ert bend­ir til þess að hann hafi átt sér aðra vitorðsmenn, en hins veg­ar fund­ust efni til sprengju­gerðar í bíl hans.

Eft­ir að Crooks var felld­ur reis Trump á fæt­ur, blóðugur í fram­an og lyfti kreppt­um hnefa um leið og hann hvatti stuðnings­menn sína til bar­áttu. Hann var svo flutt­ur í skyndi á sjúkra­hús til aðhlynn­ing­ar, en fyr­ir utan skotsár á eyra amaði ekk­ert að hon­um.

Joe Biden Banda­ríkja­for­seti var þegar í stað upp­lýst­ur um skotárás­ina og kvaðst þakk­lát­ur fyr­ir að Trump væri óhult­ur. Þeir áttu „stutt og kurt­eis­legt“ sím­tal.

Auka ekki ör­ygg­is­ráðstaf­an­ir

Trump hrósaði leyniþjón­ust­unni fyr­ir ár­vekni og fag­mann­leg vinnu­brögð, en ekki eru all­ir sam­mála hon­um.

Ýmsar spurn­ing­ar hafa vaknað um hvernig maður­inn komst upp á þak svo skammt frá fund­in­um, en eins er sagt að al­menn­ir borg­ar­ar hafi reynt að gera lög­reglu viðvart um að hann væri að klöngr­ast þar án þess að hún hefði aðhafst nokkuð.

Leyniþjón­ust­an hyggst ekki auka ör­ygg­is­ráðstaf­an­ir fyr­ir flokksþingið og seg­ir þær þegar eins mikl­ar og orðið gætu.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert