Trump tilkynnir í dag

Donald Trump tilkynnir hver verður fyrir valinu seinna í dag.
Donald Trump tilkynnir hver verður fyrir valinu seinna í dag. AFP/Sean Rayford

Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, mun tilkynna hver verður varaforsetaefni hans í dag á landsfundi repúblikana. 

Frá þessu greinir Fox News en Trump tjáði Bret Baier, þáttastjórnanda á Fox News, þetta fyrir skömmu. 

Valið er talið standa á milli Doug Burg­um, rík­is­stjóra Norður-Dakóta, J.D. Vance, öld­unga­deild­arþing­manns frá Ohio, og Marco Ru­bio, öld­unga­deild­arþing­manns frá Flórída.

Landsfundurinn hefst klukkan 17.45

Þá koma aðrir til greina eins og til dæm­is Tim Scott, öld­unga­deild­arþingmaður frá Suður-Karólínu, og Glenn Young­kin, rík­is­stjóri Virgínu.

Landsfundurinn hefst klukkan 17.45 að íslenskum tíma í dag og stendur yfir fram á fimmtudag. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert