Vill að Rússar verði með á næstu ráðstefnu

Selenskí í Kænugarði í morgun.
Selenskí í Kænugarði í morgun. AFP/Sergei Supinsky

Volodimír Selenskí Úkraínuforseti vill að Rússar verði með fulltrúa á annarri ráðstefnu sem er ætlað að tryggja varanlegan frið á milli Úkraínu og Rússlands eftir rúmlega tveggja ára styrjöld.

Tugir leiðtoga heimsins lýstu yfir stuðningi við frið í Úkraínu eftir ráðstefnu í Sviss, sem Selenskí efndi til, þar sem Rússum var ekki boðið.

Vladimir Pútín Rússlandsforseti í síðustu viku.
Vladimir Pútín Rússlandsforseti í síðustu viku. AFP/Pavel Byrkin

„Ég tel að fulltrúar Rússa eigi að vera viðstaddir næstu ráðstefnu," sagði Selenskí á blaðamannafundi í Kænugarði, höfuðborg Úkraínu, þar sem hann greindi frá undirbúningi fyrir næstu ráðstefnu.

Hann nefndi að á undan ráðstefnunni verða haldnir fundir um lykilmál, þar á meðal um orkuöryggi, í Katar. Einnig verður fundað í Tyrklandi um fæðuöryggi.

Leiðtogar og háttsettir embættismenn yfir 90 ríkja hittust í Sviss 15. júní á tveggja daga ráðstefnu þar sem rætt var um hvernig væri hægt að binda enda á stríðið í Úkraínu.

Rússnesk stjórnvöld sögðu öll fundarhöld um slíkt án aðkomu Rússa vera „út í hött".

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert