Banna útgáfu á tímariti öfgaþjóðernissinna

Innanríkisráðherra þýskalands bannaði útgáfu tímaritsins sem er með sterk tengsl …
Innanríkisráðherra þýskalands bannaði útgáfu tímaritsins sem er með sterk tengsl við öfgaþjóðernisflokkinn AfD. AFP/Robert Micheal

Nancy Feaser, innanríkisráðherra Þýskalands, hefur bannað útgáfu á tímaritinu Compact. Hún sagði tímaritið hvetja undir fordóma í garð gyðinga og minnihlutahópa og sagði tímaritið vera helstu málpípu öfgahægri afla í landinu.  

Þýsk lög heimila innanríkisráðuneytinu að banna stofnun eða fyrirtæki í landinu ef starfsemi þeirra er talin fara gegn stjórnarskránni. Stjórnarmenn tímaritsins geta áfrýjað ákvörðuninni en ekki liggur fyrir hvort það verði gert. 

Ráðuneytið sagði að vefsíðum tímaritsins hefði verið lokað og að búið væri að hafa samband við samfélagsmiðlaveitur til að loka reikningum þess. En svo virðist sem að samfélagsmiðlareikningar þeirra séu enn uppi. 

Tímaritið birti gjarnan greinar sem hylla undir öfgaþjóðernisflokkinn Alternative for Germany (AfD). Í kjölfarið gagnrýndi forysta AfD ákvörðunina og sagði hana vera þungt högg fyrir fjölmiðlafrelsi í landinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert