Banna vinsæla tegund af Buldak-núðlum

Börn, ungmenni og viðkvæmir eiga á hættu að fá bráðaeitrun …
Börn, ungmenni og viðkvæmir eiga á hættu að fá bráðaeitrun við að neyta núðlanna. Ljósmynd/Samyang

Danska matvælaeftirlitið hefur bannað sölu á kóresku Samyang-skyndinúðlunum af tegundinni Buldak 3x Spicy Hot Chicken. Tegundin er talin vera skaðleg heilsu fólks. 

Danska ríkisútvarpið greinir frá

Fyrir rúmum mánuði innkallaði danska matvælaeftirlitið þrjár tegundir af Buldak-núðlunum vinsælu þar sem þær þóttu of sterkar. Því var óheimilt að selja þær um tíma.

Tegundirnar sem var óheimilt að selja um tíma voru Buldak 3x Spicy Hot Chicken, 2x Spicy Hot Chicken og Hot Chicken Stew, en tvær síðarnefndu hafa nú snúið aftur í danskar matvöruverslanir og eru ekki taldar ógna heilsu fólks.

Snýst um magn kapsaísín 

Málið snýst um magn kapsaísín, sem má finna í eldpipar. Of mikið magn af kapsaísín getur haft neikvæðar heilsufarlegar afleiðingar fyrir fólk. Til dæmis getur það haft áhrif á slímhúð meltingarvegar, aukið hjartslátt og leitt til öndunarerfiðleika. 

Núðlurnar eru fáanlegar á Íslandi en Guðrún Aðalsteinsdóttir, forstjóri Krónunnar, sagði í samtali við blaðamann mbl.is í júní að fyrirtækið hefði ekki fengið ábendingar um Buldak-núðlurnar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert