Forstjóri leyniþjónustunnar segir ekki af sér

Kimberly Cheatle var ráðin forstjóri leyniþjónustunnar árið 2022.
Kimberly Cheatle var ráðin forstjóri leyniþjónustunnar árið 2022. Ljósmynd/Bandaríska leyniþjónustan

Kimberly Cheatle, forstjóri leyniþjónustu Bandaríkjanna, ætlar ekki að segja af sér vegna skotárásarinnar sem var framin á kosningaviðburði Donalds Trumps, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, á laugardag. 

Þetta segir hún í viðtali við ABC fréttstofuna

„Þetta var óásættanlegt og eitthvað sem má ekki koma fyrir aftur,“ segir Cheatle. Hún bætir við að það sé á hennar ábyrgð að komast að því hvað fór úrskeiðis á viðburðinum. 

Leyniþjónusta Bandaríkjanna ber ábyrgð á að vernda forseta og fyrrverandi forseta Bandaríkjanna og fjölskyldur þeirra. Leyniþjónustan hefur verið gagnrýnd fyrir vinnulag sitt á kosningafundinum.

Þá hefur Cheatle verið boðuð á fund eftirlits- og ábyrgðarnefndar fulltrúardeildar Bandaríkjaþings vegna árásarinnar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka