Íþróttakonan Simone Biles mætir á skjáinn

Heimilidaþættir um Simone Biles verða sýndir á Netflix.
Heimilidaþættir um Simone Biles verða sýndir á Netflix. AFP/Ezra Shaw

Heimildaþættir um bandarísku fimleikakonuna Simone Biles verða sýndir á streymisveitunni Netflix frá og með morgundeginum, aðeins níu dögum fyrir opnunarathöfn Ólympíuleikanna þar sem Biles mun keppa.

Þættirnir kallast Simone Biles Rising og eru alls fjórir þættir í heild. Í þáttunum verður fylgst með Biles reyna að ná aftur toppsætinu í fimleikum. 

Kynferðislega misnotuð af lækni

Biles er ein sigursælasta fimleikakona heims en alls á hún að baki 19 gull­verðlaun á heimsmeistaramótinu og þá hef­ur hún fjór­um sinn­um unnið til gull­verðlauna á Ólymp­íu­leik­um. Íþróttastjarnan hefur þó gengið í gegnum margt á sínum ferli. 

Hún greindi frá því að hún hafi orðið fyrir kynferðislegri misnotkun af Larry Nassar, fyrrverandi lækni bandaríska landsliðsins í fimleikum. Nassar, sem var dæmdur í 175 ára fangelsi, hefur verið sakaður af 160 konum um kynferðislega misnotkun.

Biles var ein af fyrstu konunum sem steig fram og deildi sögu sinni um Nassar. Auk hennar hafa þrír aðrir bandarískir ólympíufarar, þar á meðal gullverðlaunahafinn Gabby Douglas, einnig sakað Nassar um misnotkun sem átti sér stað meðan þær voru í meðhöndlun hjá honum.

Þættirnir fjalla um sögu hennar og gefur fólki innsýn í líf íþróttakonunnar. Farið verður yfir baráttu hennar við andleg veikindi á Ólympíuleikunum í Tókýó árið 2020 sem olli því að hún þurfti að draga sig úr keppni þrátt fyrir að vera sigurstrangleg.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert