Sex fundust látnir á hóteli í Bangkok

Lögreglumenn í inngangi Grand Hyatt Erawan Bangkok hótelsins.
Lögreglumenn í inngangi Grand Hyatt Erawan Bangkok hótelsins. AFP

Að minnsta kosti sex hafa fundist látnir á hóteli í Bangkok, höfuðborg Taílands.

Í frétt BBC segir að hinir látnu séu víetnamskir og bandarískir ríkisborgarar að sögn talsmanns stjórnvalda.

Fjölmiðlar í Taílandi greindu upphaflega frá því að skotárás hafi átt sér stað á fimm stjörnu Grand Hyatt Erawan Bangkok hótelinu en lögregla vísaði þeim fréttum á bug og sagði að engar vísbendingar séu um skotárás.

Fjölmiðlar greina nú frá því að eitrað hafi verið fyrir fórnarlömbunum, en það hefur ekki verið staðfest. Srettha Thavisin, forsætisráðherra Taílands, hefur fyrirskipað rannsókn á dauðsföllunum.

Srettha Thavisin, forsætisráðherra Taílands, ræðir við fjölmiðla.
Srettha Thavisin, forsætisráðherra Taílands, ræðir við fjölmiðla. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert