Dýrar töskur og fínar máltíðir fyrir upplýsingar

Maður á gangi í höfuðstöðvum CIA.
Maður á gangi í höfuðstöðvum CIA. AFP

Bandarískir saksóknarar hafa ákært fyrrverandi sérfræðing hjá leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA, vegna ásakana um að hún hafi starfað fyrir suðurkóresk stjórnvöld gegn því að fá að launum dýrar handtöskur, málsverði á dýrum veitingastöðum og annan lúxus.

Sue Mi Terry lét bandarísk stjórnvöld ekki vita af því að hún starfaði fyrir erlent ríki og veitti sömuleiðis Suður-Kóreumönnum leynilegar upplýsingar frá bandarískum stjórnvöldum, að því er kemur fram í 31 blaðsíðu ákæruskjali sem var lagt fram í New York.

Á meðal þess sem Terry er sökuð um að hafa þegið að launum er handtaska frá Louis Vuitton að andvirði um 490 þúsund krónur, handtaska frá Bottega Veneta upp á um 420 þúsund krónur og kápa frá Dolce & Gabbana fyrir um 400 þúsund krónur.

Einnig snæddi hún á „mörgum" Michelin-veitingastöðum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert