Enn eykst þrýstingurinn á Biden

Biden heldur ótrauður áfram.
Biden heldur ótrauður áfram. AFP

Adam Schiff, þingmaður í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, hefur skorað á Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, til þess að falla frá forsetaframboði sínu.

Schiff er fyrsti kjörni demókratinn til þess að gera slíkt í kjölfar skotárásar á Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, á laugardag. 

CNN greinir frá því að Schiff hafi sent frá sér yfirlýsingu þess efnis en í henni komi meðal annars fram að þó að ákvörðunin sé á endanum Bidens sé kominn tími til þess að leyfa einhverjum öðrum að taka við. Enda sé þjóðin á miklum krossgötum. 

Mun grafa undan grunni lýðræðisins

„Annað kjörtímabil hjá Trump mun grafa undan þeim grunni sem lýðræði okkar er byggt á og ég hef alvarlegar áhyggjur af því hvort að forsetinn geti sigrað Donald Trump í nóvember,“ er haft eftir Schiff. 

Biden hefur átt á brattann að sækja eft­ir kapp­ræðurn­ar sem hann átti við Trump og leiðtoga­fund Atlants­hafs­banda­lags­ins sem fór fram 9.-11. júlí. Á fund­in­um kallaði hann Selenskí, for­seta Úkraínu, Pútín og sagði Trump þegar hann átti við vara­for­seta sinn, Kamölu Harris

Biden hefur þó neitað að játa sig sigraðan hingað til. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert