Joe Biden með Covid-19

Biden hefur greinst með Covid-19.
Biden hefur greinst með Covid-19. AFP/Kent Nishimura

Joe Biden Banda­ríkja­for­seti greind­ist með Covid-19 í dag.

Kar­ine Jean-Pier­re, fjöl­miðlafull­trúi Hvíta húss­ins, seg­ir Biden finna fyr­ir væg­um ein­kenn­um.  

Líður vel

Biden ætl­ar að vera í ein­angr­un á heim­ili sínu í Delawar­eríki. Þaðan mun hann sinna skyld­um sín­um sem for­seti.

Rétt áður en Biden fór um borð flug­vél­ar sem flýg­ur með hann til Delawar­erík­is sagði hann við fjöl­miðlamenn að hon­um liði vel. 

Biden sagðist fyrr í dag ætla end­ur­hugsa fram­boð sitt til for­seta ef upp kæmu heilsu­farskvill­ar. Þetta sagði hann í viðtali við BET frétta­veit­una.
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert