Meirihluti demókrata vill að Biden hætti við

Biden hefur átt erfitt uppdráttar síðustu vikur.
Biden hefur átt erfitt uppdráttar síðustu vikur. AFP

Ný skoðana­könn­un sýn­ir að nærri tveir þriðju demó­krata vilja að Joe Biden, for­seti Banda­ríkj­anna, dragi fram­boð sitt til for­seta til baka. Þá taka um 7 af 10 Banda­ríkja­mönn­um í sama streng. Ljóst er að fólk hef­ur áhyggj­ur af færni Bidens til þess að sinna embætt­inu í fjög­ur ár til viðbót­ar. 

AP frétta­veit­an grein­ir frá þessu.

Könn­un­in var fram­kvæmd dag­ana 11.-15. júlí en var að mestu lokið áður en að Don­ald Trump, fyrr­ver­andi for­seti Banda­ríkj­anna, varð fyr­ir skotárás í Butler í Penn­sylvan­íu-ríki á laug­ar­dag. 1.253 manns tóku þátt í skoðana­könn­un­inni.

Ef­ast um vits­muna­lega getu Biden

Biden hef­ur átt erfitt upp­drátt­ar eft­ir kapp­ræðurn­ar sem hann átti við Trump og leiðtoga­fund Atlants­hafs­banda­lags­ins sem fór fram 9.-11. júlí. Á fund­in­um kallaði hann Selenskí, for­seta Úkraínu, Pútín og sagði Trump þegar hann átti við vara­for­seta sinn, Kamölu Harris. Þrátt fyr­ir þetta hef­ur Biden haldið ótrauður áfram og ít­rekað að hann muni ekki stíga til hliðar.

Könn­un­in leiðir í ljós að aðeins 3 af hverj­um 10 demó­kröt­um treysti því að Biden hafi vits­muna­legu getu til að sinna embætt­inu, en það eru lítið færri en í fyrri könn­un­um. 

Telja Trump lík­legri

Þegar kem­ur að Trump vilja 6 af hverj­um 10 Banda­ríkja­mönn­um að hann dragi fram­boð sitt til baka en fáir re­públi­kan­ar leyn­ast í þeim hópi. 

Þá telja um 42% Banda­ríkja­manna Trump lík­legri til þess að bera sig­ur úr být­um í kosn­ing­un­um í nóv­em­ber. 18% telji Biden lík­legri.

Sé litið til þess hvern Banda­ríkja­menn telja betri til þess að eiga við krísu­ástand eru 38% Trump meg­in og 28% Biden meg­in. Biden er þó tal­inn hrein­skiln­ari en Trump, 40% segja hann hrein­skiln­ari á meðan 2 af hverj­um 10 telja Trump vera það. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert