Slær í gegn á Netflix eftir val á varaforsetaefni

Kvikmyndin Hillbilly Elegy er aftur kominn á vinsældarlistann eftir að …
Kvikmyndin Hillbilly Elegy er aftur kominn á vinsældarlistann eftir að Trump tilkynnti hver yrði varaforsetaefnið hans. Skjáskot/IMDB

Áhorf á kvikmyndinni Hillbilly Elegy á streymisveitunni Netflix hefur aukist um 1.179% síðan að J.D. Vance var útnefndur varaforsetaefni Donalds Trumps forsetaframbjóðanda.

Árið 2016 gaf Vance út ævisöguna Hillbilly Elegy, lauslega þýtt á íslensku sem Harmljóð sveitalubbans, og vakti bókin mikla athygli á sínum tíma. Árið 2020 lét Netflix gera kvikmynd byggða á bókinni og Ron Howard leikstýrði.

CNN greinir frá.

Í 6. sæti á vinsældarlistanum

Í dag er kvikmyndin í 6. sæti á vinsældarlistanum á Netflix í Bandaríkjunum. Íslend­ing­ar með áskrift að streym­isveit­unni Netflix geta einnig horft á kvikmyndina.

Á mánudag var J.D. Vance útnefndur varaforsetaefni Trumps og síðan þá hefur einnig sala á bókinni sjálfri aukist verulega. 

J.D. Vance, varaforsetaframbjóðandi Donalds Trumps.
J.D. Vance, varaforsetaframbjóðandi Donalds Trumps. AFP/Getty Images/ Win McNamee

Alinn upp í stáliðnaðarbæ

Vance ólst upp við erfiðar aðstæður í stáliðnaðarbæn­um Middletown í Ohio. Móðir hans var fík­ill og seg­ir Vance að þegar van­ræksl­an hafi verið sem mest hafi hann sumpart alið sig upp sjálf­ur. Var það í 9. bekk, en í 10. bekk flutti hann til ömmu sinn­ar.

„Töl­fræðin seg­ir okk­ur að framtíðar­horf­ur hjá krökk­um eins og mér eru ekki bjart­ar – að ef þeir eru heppn­ir kom­ist þeir hjá því að lenda í vel­ferðar­kerf­inu og ef þeir eru óheppn­ir þá deyi þeir af ofskammti af heróíni,“ skrif­ar Vance í bók­inni.

Mik­il fá­tækt var á heim­ili ömmu hans en hún gaf hon­um reikni­vél og krafðist þess að hann stæði sig vel í skól­an­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert