Vill senda Biden „aftur í kjallarann“

Ron DeSantis ávarpaði landsfund repúblikana í gær.
Ron DeSantis ávarpaði landsfund repúblikana í gær. AFP/Getty Images/Leon Neal

Gamlir mótherjar Donalds Trumps lýstu yfir afgerandi stuðningi við Trump í gær á landsfundi repúblikana. Í dag er þriðji dagur fundarins og mun J.D. Vance varaforsetaframbjóðandi taka til máls.

Nikki Haley, fyrrverandi mótframbjóðandi Trumps í forvali repúblikana, beindi ræðu sinni að þeim sem ekki voru sannfærðir um að kjósa Trump.

„Mín skilaboð til þeirra eru einföld. Þú þarft ekki að vera 100% sammála Trump til að kjósa hann,“ sagði hún.

„Ég hef ekki alltaf verið sammála forsetanum. En við erum oftar sammála en ekki sammála. Við erum sammála um að tryggja að Bandaríkin séu áfram sterk,“ bætti hún við.

Biden hafi brugðist þjóðinni

Þá tók Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída-ríkis, einnig til máls og talaði upp Trump, og beindi spjótum sínum að Joe Biden Bandaríkjaforseta. Hann opnaði ræðu sína með því að segja:

„Sendum Joe Biden aftur í kjallarann sinn og sendum Donald Trump aftur í Hvíta húsið.

Vísaði hann þar með í áróður repúblikana um að Biden hefði að mestu leyti eytt tíma sínum heima hjá sér í kosningunum 2020.

Hann sagði Biden hafa brugðist þjóðinni og sagði Biden hvorki hafa hæfnina né þrekið til að sinna embættinu.

J.D. Vance mun ávarpa fundinn í kvöld. Trump er nú …
J.D. Vance mun ávarpa fundinn í kvöld. Trump er nú með sáraumbúðir á öðru eyranu eftir að hafa verið skotinn á laugardaginn. AFP/Getty Images/Alex Wong

Vance ávarpar fundinn

J.D. Vance mun í dag ávarpa fundinn í fyrsta sinn sem varaforsetaefni Donalds Trumps. Heimildarmaður CNN segir að ræðan hans muni snúast að miklu leyti um líf hans.

Eins og hefur komið fram í ævisögu hans Hillbilly Elegy (í. Harmljóði sveitalubbans) þá átti hann erfitt uppeldi og bjó við erfiðar aðstæður í stáliðnaðarbæn­um Middletown í Ohio.

Móðir hans var fík­ill og seg­ir Vance að þegar van­ræksl­an hafi verið sem mest hafi hann sumpart alið sig upp sjálf­ur. Var það í 9. bekk, en í 10. bekk flutti hann til ömmu sinn­ar.

ABC News
CNN

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert