Amman var með 19 hlaðnar skammbyssur á heimilinu

J.D. Vance minntist á þetta á landsfundi repúblikana í gær.
J.D. Vance minntist á þetta á landsfundi repúblikana í gær. AFP

J.D. Vance, varaforsetaframbjóðandi repúblikana, greindi frá því í ræðu sinni í gær að þegar amma hans lést hafi hún verið með 19 hlaðnar skammbyssur á víð og dreif um húsið.

Uppskar hann mikinn hlátur og klapp á landsfundi repúblikana í gærkvöldi þegar hann greindi frá þessu.

„Amma dó skömmu áður en ég fór til Íraks árið 2005 [í stríð]. Og þegar við fórum í gegnum dótið hennar fundum við 19 hlaðnar skammbyssur,“ sagði Vance og uppskar mikinn fögnuð.

Byssurnar á víð og dreif

„Málið er að þeim var komið fyrir út um allt húsið hennar, undir rúminu hennar, í skápnum hennar, í skúffunni með hnífapörum. Og við veltum fyrir okkur hvað væri í gangi. Og við áttuðum okkur á því að þegar hún var farinn að nálgast enda lífs síns, að þá gat amma ekki komist á milli staða auðveldlega.

Og því passaði þessi veikburða gamla kona upp á að sama hvar hún væri, væri hún innan handarlengdar við hvað sem hún þyrfti til að vernda fjölskylduna sína,“ sagði hann.

Kveikti í eiginmanninum

Vance átti erfiða æsku og þegar hann var í 10. bekk flutti hann til ömmu sinnar þar sem mamma hans var í mikilli neyslu.

Mik­il fá­tækt var á heim­ili ömmu hans en hún gaf hon­um reikni­vél og krafðist þess að hann stæði sig vel í skól­an­um.

Þó var ekki áfallalaust að búa hjá henni og sem dæmi skrifaði hann um það í bók sinni Hillbilly Elegy að einn daginn hafi amma hans kveikt í eiginmanninum sínum þar sem hann kom heim blindfullur, eins og oft áður. Hann slapp þó lifandi.

Síðar var gerð kvik­mynd byggð á bók­inni og geta Íslend­ing­ar með áskrift að streym­isveit­unni Net­flix horft á hana.

Í kvikmyndinni fer Amy Adams með hlutverk ömmu Vance og …
Í kvikmyndinni fer Amy Adams með hlutverk ömmu Vance og Glenn Close með hlutverk mömmu hans. Skjáskot/IMDB
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert