Bandaríkin gefa 200 milljónir vegna ástandsins í Súdan

Linda Thomas-Greenfield, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, tilkynnti um stuðninginn …
Linda Thomas-Greenfield, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, tilkynnti um stuðninginn í dag. AFP

Bandaríkin ætla að verja 200 milljónum dollara til að hjálpa almennum borgurum sem hafa orðið fyrir tjóni vegna stríðsins í Súdan.

Linda Thomas-Greenfield, sendiherra Bandaríkanna hjá Sameinuðu þjóðunum, tilkynnti þetta í dag.

Frá því í apríl á síðasta ári hafa verið stríðsátök milli stjórnarhers Súdans og RSF-uppreisnarhersins. Mikill fjöldi fólks hefur flúið Súdan eftir að stríðsátökin brutust út og tæplega 26 milljónir manna búa við mikið matvælaöryggi.

Versta mannúðarkrísa heimsins

„Súdanir standa frammi fyrir verstu mannúðarkrísu í heiminum,“ segir Thomas-Greenfield.

„Ég er stolt af því að tilkynna að Bandaríkin veita 203 milljónir dollara til mannúðarmála,“ segir hún og bætti við að fjármununum yrði varið í að styðja fólk í Súdan, Tsjad, Egyptalandi og Suður-Súdan sem hafa orðið fyrir áhrifum af átökunum.

Frá ársbyrjun hafa Bandríkin varið tæplega 500 milljónum dollara vegna ástandsins segir Thomas Greenfield, að nýjustu greiðslunni undanskildri.

Fjárframlögum Bandaríkjanna á að verja í byggingu flóttamannaskýla, mataraðstoð, læknisaðstoð og almenna aðstoð flóttafólks.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert