Fyrsta ræðan eftir að hafa verið skotinn

Donald Trump sekúndum eftir árásina.
Donald Trump sekúndum eftir árásina. AFP

Donald Trump forsetaframbjóðandi mun í kvöld flytja ræðu opinberlega í fyrsta sinn síðan að hann var skotinn í eyrað á laugardaginn í banatilræði.

Landsfundur repúblikana hefur staðið yfir frá því á mánudag en lýkur í kvöld með ræðu Trumps, þar sem hann mun samþykkja forsetaútnefningu flokksins.

Aðrir þekktir menn munu stíga á stokk og má þar nefna þáttastjórnandann Tucker Carlson, Dana White, forseta UFC, og Mike Pompeo, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna.

Umdeildi þáttastjórnandinn Tucker Carlson mun halda ræðu í kvöld.
Umdeildi þáttastjórnandinn Tucker Carlson mun halda ræðu í kvöld. AFP

Ræðan í ruslið eftir snertingu við dauðann

Þema síðasta dagsins á landsfundinum er „Gerum Bandaríkin frábær á ný“ og þar verður lögð áhersla á hvernig Trump „mun koma á nýjum gullaldartíma fyrir Bandaríkin“, að því er kemur fram í tilkynningu frá miðstjórn Repúblikanaflokksins á landsvísu (RNC).

Síðasta laugardag var reynt að ráða Trump af dögum í bænum Butler í Pennsylvaníu. Hann var skotinn í eyrað, einn var myrtur og tveir aðrir særðust alvarlega.

Sjálfur hefur Trump sagt að snertingin við dauðann hafi fengið hann til að endurskoða ákveðna hluti. Hann henti ræðunni í ruslið sem hafði verið gerð fyrir landsfundinn og byrjaði að smíða nýja ræðu sem er ætlað að sameina þjóðina, að hans sögn.

Donald Trump - Skotárás - Banatilræði
Donald Trump - Skotárás - Banatilræði AFP/Getty Images/Anna Moneymaker

Mun fjalla um stöðu Bandaríkjanna

RNC segir að Trump muni fjalla um stöðu Bandaríkjanna heima og erlendis og þá hvernig hann myndi tryggja fjölskyldum velmegun og öryggi, verði hann kjörinn forseti.

„Bandaríkjamenn munu enn á ný hafa ástæðu til að hafa von og bjartsýni fyrir framtíð landsins,“ segir í yfirlýsingu frá RNC.

Trump hefur verið með sáraumbúðir á öðru eyranu eftir að …
Trump hefur verið með sáraumbúðir á öðru eyranu eftir að hafa verið skotinn. Á myndinni með honum er J.D. Vance varaforsetaframbjóðandi. AFP/Getty Images/Joe Raedle

NPR

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert