Íslendingur féll af kletti á Pelíonskaga

Pelíonskagi dregur nafn sitt af fjallinu Pelíón, sem má sjá …
Pelíonskagi dregur nafn sitt af fjallinu Pelíón, sem má sjá hér á mynd. Fjallið er kennt við Pelsus Fþíakonung, föður goðsagnahetjunar Akkilesar. Ljósmynd/WikipediaCommons

Íslenskur ferðamaður á sextugsaldri týndist í gær eftir að hafa fallið fram af kletti á austanverðu Grikklandi. Þegar hann fannst hafði hann orðið fyrir miklu vökvatapi og var fluttur á sjúkrahús með minniháttar áverka en er nú við góða heilsu.

Staðarmiðillin Þessalía greindi frá því í gær að 55 ára íslenskur karlmaður hefði fallið fram af kletti á sunnanverðum Pelíonskaga í Þessalíusýslu. Hafði hann lagt af stað gangandi frá Lafkos, þar sem hann dvelur, vestur til bæjarins Mílinu.

Fyrstu viðbrögð Íslendingsins voru að hringja í eiginkonu sína og tjá henni að hann hefði fallið fram af kletti og gæti fyrir vikið gæti ekki hreyft sig.

Rispur á útlimum

Fjöldi viðbragðsaðila var þá kallaður út um kl. 13. Sjálfboðaliðar fundu manninn um kl. 19.30 og létu slökkviliðsmenn vita.

Hann hafði minniháttar áverka en á myndum sem miðillinn Mývolos birtir má sjá margar rispur á vinstri handlegg mannsins. Þá hafði hann einnig orðið fyrir miklu vökvatapi.

Var hann fluttur með sjúkrabíl til aðhlynningar á Argalasti-heilbrigðisstofnuninni. Nú er maðurinn við góða heilsu og greinilega hress ef marka má myndirnar sem Mývolos birtir.

Veistu meira? Þú getur sent okkur ábendingar á frettir@mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert