Jack Smith áfrýjar dómi er varðar Trump

Jack Smith ætlar að áfrýja dómnum
Jack Smith ætlar að áfrýja dómnum AFP/Jerry Lampen

Jack Smith, sérstakur saksóknari, hefur ákveðið að áfrýja dómi Aileen Cannon héraðsdómara þar sem hann vísar frá trúnaðarskjalamáli á hendur Donalds Trumps, fyrrverandi Bandaríkjaforseta.

Cannon vísaði málinu frá á þeim forsendum að skipun Smith sem sérstakur saksóknari hafi brotið í bága við stjórnarskrána. Smith leiddi málið í Flórída. 

Garland skorti heimild

Málið snýst um að Trump hafi tekið með sér trúnaðarskjöl úr Hvíta húsinu eftir að hann lét af embætti 20. janúar árið 2021. Þá var hann sagður hafa reynt að koma í veg fyrir að yfirvöld endurheimtu skjölin.

Smith var ráðinn sérstakur saksóknari af Biden Merrick Garland dómsmálaráðherra Bandaríkjanna.

Í dómnum segir hins vegar að Garland hafi skort heimild, án aðkomu þingsins, að skipa sérstaka saksóknara í stök skipti til að fara með mikilvægt vald dómsmálaráðherra Bandaríkjanna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert